Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. júlí 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Sebastian Haller að verða dýrastur í sögu West Ham?
Mynd: Getty Images
West Ham er í viðræðum við Eintracht Frankfurt um kaup á framherjanum Sebastien Haller.

Talið er að Frankfurt vilji 40 milljónir punda fyrir Haller en fyrr í sumar seldi félagið framherjann Luka Jovic til Real Madrid á 54 milljónir punda.

Haller skoraði 15 mörk í Bundesligunni á síðasta tímabili og fimm mörk í Evrópudeildinni þar sem Frankfurt fór alla leið í undanúrslit.

Ef Haller fer til West Ham á 40 milljónir punda verður hann dýrastur í sögu félagsins en fyrra metið var í fyrra þegar Felipe Anderson kom frá Lazio á 34 milljónir punda.

West Ham hefur verið í leit að framherja og nú er Haller líklegastur eftir að Maxi Gomez, framherji Celta Vigo, ákvað að fara frekar til Valencia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner