Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. júlí 2021 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á botninum með sex stig - „Engan veginn nógu gott lið"
Marki fyrr á leiktíðinni fagnað
Marki fyrr á leiktíðinni fagnað
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gengi og staða ÍA var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í dag. Þeir Atli Viðar Björnsson og Máni Pétursson ræddu stöðu Skagamanna eftir 2-0 tap gegn Leikni í Breiðholti í kvöld.

ÍA er í botnsæti deildarinnar með sex stig eftir tólf leiki spilaða.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 ÍA

„Það er alveg ljóst að átján stig munu ekki duga til að halda sér í deildinni," sagði Máni.

„Ég held að það þurfi að fara vel yfir tuttugu stig til að halda sér," skaut Máni inn í.

„Stjarnan og FH eru í neðri hlutanum og þau eru með 12 og 13 stig, Leiknir er með 14. Þetta lítur bara hræðilega illa út, helduru að þeir geti reddað sér út úr þessu?" spurði Máni.

„Eins og við ræddum þá þurfa þeir að vinna fimm leiki. Miðað við hvernig þeir hafa spilað til þessa í deildinni þá sé ég það ekki gerast. Nei, ég held að þeir ná ekki að redda sér út úr þessari holu," sagði Atli Viðar.

„Því miður með vini mína á Skaganum og Jóhannes Karl. Þá held ég að þetta lið hafi ekki verið nógu gott þegar þeir fóru með það inn í mótið. Það er búið að vera aðeins of mikið rótleysi á þessu. Á fyrsta ári var spiluð ákveðin tegund af fótbolta, annað árið breyttu þeir öllu og fóru að spila einhvern sóknarbolta og á þriðja ári virðast þeir ekki vera tilbúnir með hvað þeir ætla að gera," sagði Máni.

„Á þriðja ári er búið að reyta af þeim helstu fjaðrirnar," skaut Atli Viðar inn í.

„Já, já, en við skulum átta okkur á því að það var ummitt sumarið í fyrra sem við vissum að þessar fjaðrir væru að fara. Þú ert með þvílíkan tíma til að undirbúa það að búa til lið og vera kominn með nægilega góðan mannskap til að vera í efstu deild. Ég veit ekki hvort það sé peningaleysi eða hvað það er, þetta er engan veginn nógu gott lið," sagði Máni.

„Endurnýjunin á þessu liði og styrkingarnar sem þeir ætluðu sér að gera hafa ekki gengið upp, ekki skilað nægilega miklu," sagði Atli Viðar.

Fjaðrirnar sem sérfræðingarnir ræða um eru þeir Bjarki Steinn Bjarkason, Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson sem léku með liðinu í fyrra. Næsti leikur ÍA er gegn Val á laugardaginn. Viðtal við þjálfara ÍA má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner