Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 12. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl var svekktur að leikslokum en þetta voru ekki úrslitin sem hans menn vonuðust eftir þegar þeir mættu upp í efra Breiðholt fyrr í kvöld.

„Nei, alls ekki. Leiknismenn hafa verið að spila beinskiptan fótbolta og eru með flínka fótboltamenn í liðinu sínu þarna frammi og hafa verið stórhættulegir og við ætluðum að loka mikið betur á það heldur en að var raunin hérna í dag og það er svona mest svekkjandi fyrir mig."

„Leikurinn byrjaði frekar skringilega. Leiknismenn voru búnir að fá einhver fimm horn á fyrstu mínútum leiksins þannig þetta var svoltíið erfitt og tala nú ekki um þegar þeir komast svona auðveldlega í 1-0 forystu þar sem Sævar Atli gerir frábærlega vel en við ætluðum okkur að hafa mikið betri gætur á honum í kringum vítateiginn hjá okkur og eftir það var þetta virkilega erfitt. "

Skagamenn eru á botni deildarinnar og sjálfstraust leikmanna er kannski ekkert rosalega gott og hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir Jóhannes Karl að snúa þessu gengi við.

„Já algjörlega. Við getum kannski ekki verið að horfa svo langt akkúrat núna en taflan lýgur ekki. Við höfum ekki verið nógu góðir og í alltof mörgum leikjum hefur andstæðingurinn verið betri en við."

„Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku og það er gríðarlegt mótlæti hjá okkur. Okkur hefur fundist sumir leikir stöngin út að einhverju leiti en það eru bara við sem getum breytt því og í svona mótlæti verða oft til alvöru leiðtogar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner