Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 12. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl var svekktur að leikslokum en þetta voru ekki úrslitin sem hans menn vonuðust eftir þegar þeir mættu upp í efra Breiðholt fyrr í kvöld.

„Nei, alls ekki. Leiknismenn hafa verið að spila beinskiptan fótbolta og eru með flínka fótboltamenn í liðinu sínu þarna frammi og hafa verið stórhættulegir og við ætluðum að loka mikið betur á það heldur en að var raunin hérna í dag og það er svona mest svekkjandi fyrir mig."

„Leikurinn byrjaði frekar skringilega. Leiknismenn voru búnir að fá einhver fimm horn á fyrstu mínútum leiksins þannig þetta var svoltíið erfitt og tala nú ekki um þegar þeir komast svona auðveldlega í 1-0 forystu þar sem Sævar Atli gerir frábærlega vel en við ætluðum okkur að hafa mikið betri gætur á honum í kringum vítateiginn hjá okkur og eftir það var þetta virkilega erfitt. "

Skagamenn eru á botni deildarinnar og sjálfstraust leikmanna er kannski ekkert rosalega gott og hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir Jóhannes Karl að snúa þessu gengi við.

„Já algjörlega. Við getum kannski ekki verið að horfa svo langt akkúrat núna en taflan lýgur ekki. Við höfum ekki verið nógu góðir og í alltof mörgum leikjum hefur andstæðingurinn verið betri en við."

„Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku og það er gríðarlegt mótlæti hjá okkur. Okkur hefur fundist sumir leikir stöngin út að einhverju leiti en það eru bara við sem getum breytt því og í svona mótlæti verða oft til alvöru leiðtogar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner