Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 12. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl var svekktur að leikslokum en þetta voru ekki úrslitin sem hans menn vonuðust eftir þegar þeir mættu upp í efra Breiðholt fyrr í kvöld.

„Nei, alls ekki. Leiknismenn hafa verið að spila beinskiptan fótbolta og eru með flínka fótboltamenn í liðinu sínu þarna frammi og hafa verið stórhættulegir og við ætluðum að loka mikið betur á það heldur en að var raunin hérna í dag og það er svona mest svekkjandi fyrir mig."

„Leikurinn byrjaði frekar skringilega. Leiknismenn voru búnir að fá einhver fimm horn á fyrstu mínútum leiksins þannig þetta var svoltíið erfitt og tala nú ekki um þegar þeir komast svona auðveldlega í 1-0 forystu þar sem Sævar Atli gerir frábærlega vel en við ætluðum okkur að hafa mikið betri gætur á honum í kringum vítateiginn hjá okkur og eftir það var þetta virkilega erfitt. "

Skagamenn eru á botni deildarinnar og sjálfstraust leikmanna er kannski ekkert rosalega gott og hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir Jóhannes Karl að snúa þessu gengi við.

„Já algjörlega. Við getum kannski ekki verið að horfa svo langt akkúrat núna en taflan lýgur ekki. Við höfum ekki verið nógu góðir og í alltof mörgum leikjum hefur andstæðingurinn verið betri en við."

„Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku og það er gríðarlegt mótlæti hjá okkur. Okkur hefur fundist sumir leikir stöngin út að einhverju leiti en það eru bara við sem getum breytt því og í svona mótlæti verða oft til alvöru leiðtogar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir