Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mán 12. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl var svekktur að leikslokum en þetta voru ekki úrslitin sem hans menn vonuðust eftir þegar þeir mættu upp í efra Breiðholt fyrr í kvöld.

„Nei, alls ekki. Leiknismenn hafa verið að spila beinskiptan fótbolta og eru með flínka fótboltamenn í liðinu sínu þarna frammi og hafa verið stórhættulegir og við ætluðum að loka mikið betur á það heldur en að var raunin hérna í dag og það er svona mest svekkjandi fyrir mig."

„Leikurinn byrjaði frekar skringilega. Leiknismenn voru búnir að fá einhver fimm horn á fyrstu mínútum leiksins þannig þetta var svoltíið erfitt og tala nú ekki um þegar þeir komast svona auðveldlega í 1-0 forystu þar sem Sævar Atli gerir frábærlega vel en við ætluðum okkur að hafa mikið betri gætur á honum í kringum vítateiginn hjá okkur og eftir það var þetta virkilega erfitt. "

Skagamenn eru á botni deildarinnar og sjálfstraust leikmanna er kannski ekkert rosalega gott og hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir Jóhannes Karl að snúa þessu gengi við.

„Já algjörlega. Við getum kannski ekki verið að horfa svo langt akkúrat núna en taflan lýgur ekki. Við höfum ekki verið nógu góðir og í alltof mörgum leikjum hefur andstæðingurinn verið betri en við."

„Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku og það er gríðarlegt mótlæti hjá okkur. Okkur hefur fundist sumir leikir stöngin út að einhverju leiti en það eru bara við sem getum breytt því og í svona mótlæti verða oft til alvöru leiðtogar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner