Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   mið 12. ágúst 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Guðmundsson aftur í Breiðablik (Staðfest)
Breiðablik heldur áfram að kalla menn til baka úr láni en Ólafur Guðmundsson er kominn aftur til félagsins frá Keflavík. Þetta kemur fram á Instagram-síðu Keflavíkur.

Ólafur er fæddur árið 2002 og uppalinn hjá Blikum en hann var lánaður til Keflavíkur í lok júlí.

Blikar hafa hins vegar ákveðið að kalla hann til baka úr láni og mun hann spila með liðinu út tímabilið.

Ólafur spilaði þrjá leiki með Keflavík í Lengjudeildinni.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Blikar kalla til baka en félagið fékk Stefán Inga Sigurðarson aftur frá Grindavík í gær.
Athugasemdir
banner
banner