Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Origi sagður á óskalista Lazio
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Lazio er sagt hafa áhuga á að fá sóknarmanninn Divock Origi frá Liverpool í sumar.

Corriere dello Sport segir að Belginn sé meðal leikmanna sem séu á óskalista Lazio.

Framtíð Origi hefur verið í umræðunni en hann skoraði aðeins fjögur mörk á þessu tímabili. Þessi 25 ára leikmaður hefur verið varaskeifa hjá Jurgen Klopp.

Hann verður þó lengi í minni stuðningsmanna eftir mikilvæg mörk tímabilið 2018-19.

Ef Liverpool fær gott tilboð í Origi gæti félagið verið tilbúið að láta hann fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner