Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mið 12. ágúst 2020 17:29
Elvar Geir Magnússon
Verða áhorfendur leyfðir eftir allt? - Beðið svara
Sigurður Helgason á Origo vellinum.
Sigurður Helgason á Origo vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi í hádeginu var íslenskum félögum tilkynnt að íslenski boltinn færi aftur af stað án áhorfenda.

Það er þó möguleiki á því að áhorfendur verði leyfðir á leikjunum en nú er í gangi 100 manna samkomutakmörkun á landinu.

KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum tölvupóst þar sem sambandið segist bíða eftir svörum

„Á kynningarfundi okkar fyrr í dag var fjallað um framkvæmd leikja og að gert væri ráð fyrir að leikið yrði án áhorfenda á næstunni. Þetta var byggt á upplýsingum sem KSÍ og ÍSÍ fengu fyrr í vikunni frá heilbrigðisyfirvöldum og er í samræmi við minnisblað sem birt er með auglýsingu heilbrigðisráðherra í dag," segir í pósti frá KSÍ.

„Í auglýsingu ráðherra kemur hins vegar ekkert fram um að leikið sé án áhorfenda, heldur að það sé ÍSÍ að setja reglur um áhorfendur ofl. Við bíðum eftir skýringum á þessu og látum ykkur vita um leið og við fáum staðfestingu."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner