Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 16. umferðar - Í sjötta sinn í sumar
Úlfa Dís skoraði gegn Val.
Úlfa Dís skoraði gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgsdóttir átti mjög góðan leik gegn Þór/KA.
Birta Georgsdóttir átti mjög góðan leik gegn Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins er í úrvalsliðinu í sjötta sinn í sumar.
Katie Cousins er í úrvalsliðinu í sjötta sinn í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan á þrjá fulltrúa í sterkasta lið umferðarinnar í Bestu deild kvenna eftir að hafa náð í jafntefli gegn toppliði Vals. Anna María Baldursdóttir var frábær í vörninni og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir lék vel. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar.

Katie Cousins er í liðinu þrátt fyrir að Valur hafi ekki náð í sigur. Hún hefur verið mögnuð í sumar og er sex sinnum búin að vera í liði umferðarinnar.



Breiðablik vann 4-2 sigur gegn Þór/KA en þar voru Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Birta Georgsdóttir bestar.

Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir stóð vaktina vel í marki Víkings í 1-2 sigri gegn Keflavík og Bergdís Sveinsdóttir var góð inn á miðsvæðinu.

Breukelen Woodard skoraði tvö í sigri FH gegn Fylkis og Valgerður Ósk Valsdóttir var einnig mjög góð í liði Fimleikafélagsins í þeim leik.

Þá voru María Eva Eyjólfsdóttir og Sóley María Steinarsdóttir mjög góðar á báðum endum vallarins í sigri Þróttar gegn Tindastóli. Þróttur hefur gert vel eftir erfiða byrjun og er núna komið í efri hlutann.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner