Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 09:57
Elvar Geir Magnússon
Tveir frá Man Utd koma til greina sem besti ungi leikmaðurinn
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho hæstánægðir eftir bikarúrslitaleikinn.
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho hæstánægðir eftir bikarúrslitaleikinn.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, og Cole Palmer, leikmaður Chelsea, eru meðal þeirra sem koma til greina til að hljóta verðlaun sem ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Samtök atvinnufótboltamanna á Englandi standa fyrir kjörinu en Saka vann verðlaunin á síðasta ári.

Palmer er talinn sigurstranglegur en hann kom með beinum hætti að 33 mörkum fyrir Chelsea á síðasta tímabili. Hann skoraði 22 mörk og lék svo með enska landsliðinu á EM.

Tveir leikmenn Manchester United eru tilnefndir; Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, markaskorarar liðsins í úrslitaleik FA bikarsins.

Þá Michael Olise, sem gekk í raðir Bayern München frá Crystal Palace í sumar, einnig á listanum og líka Joao Pedro hjá Brighton.

Þriðjudaginn 20. ágúst verða úrslit kunngjörð.

Alejandro Garnacho - Manchester United
Kobbie Mainoo - Manchester United
Cole Palmer - Chelsea
Joao Pedro - Brighton
Bukayo Saka - Arsenal
Michael Olise Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner