Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 15:17
Elvar Geir Magnússon
Bissouma í agabanni og ferðaðist ekki til Ítalíu
Bissouma hefur mætt of oft seint.
Bissouma hefur mætt of oft seint.
Mynd: EPA
Tottenham mætir PSG í leiknum um Ofurbikar Evrópu en þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og sigurvegarar Evrópudeildarinnar.

Miðjumaðurinn Yves Bissouma ferðaðist ekki með Tottenham í leikinn, sem frm fer á Ítalíu, þar sem hann er í agabanni fyrir óstundvísi.

„Hann hefur oft verið að mæta of seint að undanförnu og síðasta skipti var einum of mikið. Þú verður að gefa leikmönnum ást en það verða að vera kröfur og afleiðingar, þetta hefur afleiðingar," segir Thomas Frank, stjóri Tottenham.

Dominic Solanke og Destiny Udogie ferðuðust hinsvegar með í leikinn en þó er óvíst með þátttöku þeirra en þeir eru að stíga upp úr meiðslum.

Dejan Kulusevski er á meiðslalistanum og einnig James Maddison sem mun missa af stærstum hluta komandi tímabils vegna meiðsla í hné.

Leikur PSG og Tottenham verður klukkan 19 á morgun í Údíne.
Athugasemdir