Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 08. desember 2025 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Barton fær skilorðsbundinn dóm: Grín sem fór úr böndunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrrum fótboltamaðurinn Joey Barton hefur fengið skilorðsbundinn dóm vegna ummæla sem hann lét falla á samskiptamiðlinum X.

Þar tjáði hann sig um sjónvarpsfólkið Jeremy Vine, Lucy Ward og Eni Aluko. Hann fær dóminn fyrir að birta 'mjög móðgandi færslur í þeim tilgangi að valda kvíða eða vanlíðan'.

Barton birti sex færslur á X þar sem hann líkti Aluko og Ward við raðmorðingjana Fred og Rose West, auk þess að kalla Vine 'kynferðisbrotamann á hjóli'. Hann breytti myndum af fótboltasérfræðingunum Aluko og Ward með því að skipta andlitum þeirra út fyrir andlit fyrrnefndra raðmorðigja.

Barton er 43 ára gamall og segir í dómnum að hann hafi farið yfir strikið sem aðskilur málfrelsi og lögbrot með þessum ítrekuðu færslum sínum.

Barton fékk sex mánaða varðhaldsdóm, sem er skilorðsbundinn næstu 18 mánuði. Ef hann brýtur aftur af sér á næsta eina og hálfa ári getur hann búist við að vera settur í varðhald.

Hann þarf auk þess að gegna 200 klukkustundum í samfélagsþjónustu og greiða meira en 20 þúsund pund, rúmar 3 milljónir króna, í gjöld og bætur.

Þetta er í annað sinn sem Barton er sakfelldur á árinu eftir að hafa verið sakfelldur í mars fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni. Þau eru þó enn gift og búa saman.

   25.03.2025 16:30
Joey Barton sakfelldur


„Ef ég gæti farið aftur í tímann og breytt hegðun minni, þá myndi ég gera það. Ég ætlaði ekki að særa neinn. Þetta var grín sem fór úr böndunum. Enginn vill vera fangelsaður," sagði Barton við BBC á leið sinni úr réttarhöldunum.
Athugasemdir
banner