Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 15:44
Kári Snorrason
Liverpool setur Salah tímabundið til hliðar
Mynd: EPA
Mohamed Salah er utan hóps Liverpool fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Inter á morgun.

Félagið hefur ákveðið að taka Salah úr leikmannahópnum tímabundið eftir að hann fór í umdeilt viðtal á laugardaginn þar sem hann hélt því fram að Liverpool hefði hent honum undir rútuna.

Heimildir BBC herma að ákvörðunin hefði verið tekin með fullum stuðningi Arne Slot og að það væri í þágu allra aðila að Salah yrði ekki valinn í hópinn tímabundið.

Salah mun fara í Afríkukeppnina með Egyptalandi næstkomandi mánudag. Óljóst er hvort að hann verði í leikmannahóp Liverpool gegn Brighton á laugardaginn.
Athugasemdir