Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 08. desember 2025 10:30
Kári Snorrason
Rooney: Salah er gjörsamlega að eyðileggja arfleifð sína
Mynd: EPA
Wayne Rooney segir að Mohamed Salah sé að eyðileggja arfleifð sína. Þar vísar Rooney í ummæli Salah um að það sé verið að henda sér undir rútuna.

„Arne Slot verður að sýna vald sitt, taka hann á teppið og segja: Þú ferðast ekki með liðinu, það sem þú sagðir er óásættanlegt. Ef ég væri við stjórnvölinn væri engar líkur á að hann væri í liðinu,“ sagði Rooney í hlaðvarpsþætti sínum, The Wayne Rooney Show.

Þá gagnrýndi Rooney jafnframt ákvörðun Salah um að mæta í viðtal eftir leik sem hann spilaði ekki.

„Hann er gjörsamlega að eyðileggja arfleifð sína hjá Liverpool. Það væri sorglegt fyrir hann að kasta þessu öllu á glæ. Hann hefur farið alveg rangt að þessu.“

Ummæli Salah:
„Ég er á bekknum í fyrsta sinn á ferlinum. Ég er mjög vonsikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag. Ég skil ekki af hverju þetta er að koma fyrir mig. Ef ég væri einhvers staðar annars staðar myndi svona sögufrægt félag vernda leikmanninn sinn, ég veit ekki af hverju ég er í þessari stöðu. Það er eins og mér hafi verið hent undir rútuna því hann er vandamálið en ég tel að ég sé ekki vandamálið.“


Athugasemdir
banner