Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 17:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tveir andstæðir pólar sem munu mynda frábært teymi
Hermann Hreiðarsson er nýráðinn þjálfari Vals.
Hermann Hreiðarsson er nýráðinn þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Brazell er aðstoðarmaður Hermanns.
Chris Brazell er aðstoðarmaður Hermanns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur ákvað að draga lið sitt úr Bose-bikarnum rétt fyrir helgi. Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður í Val, segir ákvörðunina tekna af þjálfarateyminu og að ástæðan hafi verið hve stutt er síðan að leikmannahópurinn kom saman.

„Hópurinn er nýkominn saman, eldri leikmenn fengu lengri tíma. Þetta var fagleg ákvörðun hjá þjálfarateyminu, tæknistjóranum (Gareth Owen), Hemma og Chris (Brazell).“

Kristinn var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn síðastliðinn. Hann segist vera spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar sem tók við stjórnartaumunum nýverið.

„Hemmi er auðvitað mikill stemningsmaður og á auðvelt með að fá fólk með sér. Hann vill fá, eins og hann segir sjálfur: 'heavy metal' fótbolta og það er 'element' sem við erum að sækja. Chris (Brazell) er eflaust einn af betri þjálfurum úti á velli, það er 'element' sem við erum einnig að sækja.

Saman held ég að þeir myndi frábært teymi. Nú er meistaraflokkurinn nýbyrjaður að æfa og við þurfum að fínpússa hlutina. Þetta eru tveir algjörlega andstæðir pólar og það er oft frábær uppskrift að góðri köku.“


Mikil umræða hefur myndast um hversu mikið vald aðstoðarmaðurinn Chris Brazell hefði, en Kristinn segir skýrt hver sé aðalþjálfari.

„Höfum það á hreinu að Hemmi er þjálfarinn og það er bara einn aðalþjálfari. Áður en að við tókum þá ákvörðun að bjóða Hemma starfið að þá hittust þeir tveir og spjölluðu saman. Ekki bara einu sinni og ekki bara tvisvar,“ sagði Kristinn að lokum.



Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Athugasemdir
banner
banner