Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Veit ekki hversu lengi Stones verður frá
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn John Stones var ekki í hóp í 3-0 sigri Manchester City gegn Sunderland um helgina.

Pep Guardiola þjálfari var spurður út í fjarveru hans og staðfesti að leikmaðurinn er meiddur. Hann veit þó ekki hversu lengi Stones verður frá.

Stones er 31 árs gamall og er búinn að spila vel á upphafi nýs tímabils þrátt fyrir tíð meiðslavandræði. Guardiola hefur verið að passa sig að nota Stones ekki of mikið til að hlífa honum frá meiðslum, en það reyndist ekki nóg.

Stones, sem er miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem hægri bakvörður eða varnartengiliður, er aðeins með rétt rúma sex mánuði eftir af samningi sínum við Man City.
Athugasemdir