Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 10:00
Kári Snorrason
Heimild: Gazzetta dello Sport 
Albert vísar ásökunum þjálfarans á bug - „Ég er ekki þannig manneskja“
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson hefur svarað fyrir sig eftir að vera sakaður um að vilja ekki taka vítaspyrnu í tapi liðsins gegn Sassuolo. Fiorentina fékk vítaspyrnu snemma leiks og þá steig Rolando Mandragora upp og tók spyrnuna eftir rifrildi við Moise Kean.

Paolo Vanoli, þjálfari Fiorentina, sagði í viðtali eftir leik að Albert hefði ekki viljað taka spyrnuna.

„Albert var vítaskytta en hann vildi ekki taka spyrnuna. Næstir í röðinni voru Mandragora og Kean. Það eru framherjar sem hafa lítið skorað upp á síðkastið, en það á ekki að skipta máli.“

Albert vísar ásökunum þjálfarans á bug í færslu á Instagram.

„Ég hef aldrei og mun aldrei neita að taka vítaspyrnu. Ég hef alltaf tekið víti fyrir félagið án nokkurra vandræða. Í gær tók annar leikmaður boltann og vildi taka spyrnuna. Ég er ekki þannig manneskja sem rífst við samherja fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert á samfélagsmiðlum.“

Eins og áður sagði tapaði Fiorentina gegn Sassuolo í gær og er á botni deildarinnar. Verona vann sinn fyrsta leik á tímabilinu á laugardaginn sem þýðir að Fiorentina og Wolves eru einu liðin í fimm sterkustu deildum Evrópu sem eru án sigurs.



Athugasemdir
banner