Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Höldum áfram að greiða launin en starfskraftanna er ekki óskað“
Valur hefur óskað eftir því að Aron mæti ekki á æfingar.
Valur hefur óskað eftir því að Aron mæti ekki á æfingar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Það er nýtt teymi og nýr þjálfari. Aron er ekki í framtíðarpælingum þess teymis og þá er óþarfi að hafa hann inni á svæðinu.“
„Það er nýtt teymi og nýr þjálfari. Aron er ekki í framtíðarpælingum þess teymis og þá er óþarfi að hafa hann inni á svæðinu.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir rúmum tveimur vikum tilkynnti Valur að Aron þyrfti ekki að gegna þeirri skyldu að mæta á æfingar hjá félaginu. Félagið mun áfram greiða laun Arons, en hann er samningsbundinn félaginu til 16. nóvember á næsta ári.

Kristinn Ingi Lárusson stjórnarmaður hjá Val mætti í útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardaginn og ræddi stöðu Arons.

„Hann þarf ekki að mæta á æfingar. Með nýju þjálfarateymi og í þeirri vegferð sem við erum að fara þá var þetta gert mjög skýrt og allt í góðu. Hann fær sín laun greidd, það er ekki búið að rifta samningnum. Við stöndum við okkar. Ég get samt alveg sagt það þannig að við erum ekki að óska eftir því að hann mæti á æfingar.“

Hvers vegna?

„Ég ætla ekki að fara ofan í það sérstaklega. Það er nýtt teymi og nýr þjálfari. Aron er ekki í framtíðarpælingum þess teymis og þá er óþarfi að hafa hann inni á svæðinu.“

Valur mun greiða laun Arons út næsta tímabil nema ef leikmaðurinn færir sig um set og skiptir um félag.

„Við erum bundnir samningi og við greiðum hann. Það er eitthvað sem hann ákveður (að skipta um félag). Ég verð að taka það fram að ég hef ekkert nema góða reynslu frá mínum samskiptum við hann.

Í samningssambandi milli starfsmanns og vinnustaðar þá er skylda starfsmanns að mæta í vinnu og okkar að greiða launin. Í þessu tilfelli höldum við áfram að greiða launin en óskum ekki eftir að hann vinni vinnuna sína,“
sagði Kristinn að lokum.
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Athugasemdir
banner