xG tölfræðin í Bestu deildinni 13. júní í sumar. Það kom skýrt fram í viðtalinu að Óli er ekki aðdáandi xG tölfræðinnar.
Gamli skólinn. Það má með sanni segja að Ólafur Jóhannesson, sem vann fimm Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla sem þjálfari FH og Vals, sé af gamla skólanum.
Hann var til viðtals í Chess After Dark og mátti heyra að hann væri enginn aðdáandi xG og er á því að of mikið sé horft í gögn. Hann heldur ekki hrifinn af því að aðrir en þjálfari liðsins séu að skipta sér mikið af leikmannamálum; hvernig sé spilað eða hvaða leikmenn séu sóttir.
Í viðtalinu ræddi hann m.a. um ákvörðun FH að skipta um þjálfara eftir tímabilið í ár, Heimir Guðjónsson fékk ekki nýjan samning og Jóhannes Karl Guðjónsson er tekinn við. Óli er ekki hrifinn af ákvörðun FH og hann var alls ekki hrifinn af svörum Jóa Kalla í viðtali við Vísi í síðustu viku.
Hann var til viðtals í Chess After Dark og mátti heyra að hann væri enginn aðdáandi xG og er á því að of mikið sé horft í gögn. Hann heldur ekki hrifinn af því að aðrir en þjálfari liðsins séu að skipta sér mikið af leikmannamálum; hvernig sé spilað eða hvaða leikmenn séu sóttir.
Í viðtalinu ræddi hann m.a. um ákvörðun FH að skipta um þjálfara eftir tímabilið í ár, Heimir Guðjónsson fékk ekki nýjan samning og Jóhannes Karl Guðjónsson er tekinn við. Óli er ekki hrifinn af ákvörðun FH og hann var alls ekki hrifinn af svörum Jóa Kalla í viðtali við Vísi í síðustu viku.
„Ég skil þessa ákvörðun engan veginn, held þetta sé algjört bull. Heimir er búinn að vinna frábært starf, eins og hann hefur alltaf gert og það eru allir ánægðir með hann, fólkið er ánægt með hann og leikmennirnir eru ánægðir."
„Mér fannst áhugavert viðtalið við nýja þjálfarann hjá FH, fannst það mjög skrautlegt og sérkennilegt. Hann fór í þessa „mögnuðu" tölvu (tölfræðigrunninn) og taldi allt upp sem FH gerði illa, 'possession', xG og allan andskotann. Mér fannst hann eiginlega hafa drullað yfir alla fyrrverandi þjálfara FH, fannst það með ólíkindum. Það verður auðvelt að taka þetta viðtal á næsta ári og bera það saman við nýjustu tölur," segir Óli sem var þjálfari Heimis á lokaárum hans á ferlinum, Heimir varð svo aðstoðarmaður hans og tók loks við sem þjálfari FH af Óla eftir tímabilið 2007.
Í viðtalinu sem Óli vísar í talaði Jói Kalli um að FH hafi verið pressað mikið á síðasta tímabili og því vildi hann breyta, planið væri að spila orkumeiri fótbolta og horft væri meira til yngri leikmanna. Að öðru leyti tjáði Jói Kalli sig ekki um leikstíl FH.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði við Fótbolta.net í haust að pressutölur og sendingartölfræði væru meðal þátta í leik liðsins sem þeir sem standa að liðinu vildu bæta.
Margt miklu verra en það var áður
Fyrr í viðtalinu var hann spurður út í gamla tímann, ástríðu og hollustu, samanborið við hvernig hann upplifir fótboltann í dag.
„Það er mikil breyting á fótboltanum í dag frá því var áður, öll tækni, aðstaða og peningar líka. Það er oft talað um að peningarnir séu oft til að eyðileggja hluti líka. Ég vil meina að leikmönnum sé borgað alltof mikið. Sem dæmi ungir strákar sem fara til Norðurlandanna, reyna fyrir sér og komast ekki áfram, þeir koma heim (strax) á morgun vegna þess að þeir fá miklu hærri laun hérna heima. Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa er ekki rökrétt. Ég vil meina að margt í kringum fótboltann í dag sé miklu verra en það var áður."
„Mér finnst eins og margir forráðamenn séu nánast í Playstation fótboltaleik, nú geta allir komist í gögn hvað menn hlaupa mikið, hvað þeir fara oft til vinstri og oft til hægri. Þetta skoða þeir og mynda sér skoðanir á leikmönnum sem þeir hafa aldrei séð spila fótbolta, bara séð tölur um þá og telja þá vera góða."
„Þegar ég var að þjálfa FH þá fékk ég leikmenn upp í hendurnar sem höfðu mjög góðar tölur og það var bara sagt að hér væri kominn leikmaður. Ég held að það sé mikið um það að (þjálfarinn ráði ekki hvaða leikmenn séu sóttir). Svo er þessi yfirmaður knattspyrnumála, ég veit ekki alveg hvaða hlutverki hann hefur að gegna hér á Íslandi, ég hef ekki ennþá fattað það. Það er þjálfarinn sem á að taka ákvörðun hvaða leikmenn eru fengnir og keyptir, andskotinn hafi það ef einhver aðrir ætla að gera það, það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á því. Ég held þetta sé ekki gott fyrir fótboltann, held að séu alltof margir skrifstofugæjar sem eru að lesa einhverjar tölur og taka leikmenn til félaganna."
„Auðvitað er þessi tækni fín og frábær, þetta á að hjálpa, en þú getur ekki eingöngu farið eftir þessu. Það sem mér fannst alltaf best var að sjá hvað æfingin gaf mér hvort hún var of erfið (út frá gögnum úr hlaupavestum), það var það sem ég vildi vita."
„Auðvitað sé ég alveg hvort að maðurinn úti á vellinum sé þreyttur eða ekki, ég sé það. Núna ef menn eru þreyttir þá kemur þrekþjálfari og pikkar í þig og segir að jón verður að koma út af því hann sé þreyttur. Hvað gerir til þó að hann sé þreyttur? Menn halda bara áfram þó að þeir séu þreyttir."
„Tæknin er fín, það er hægt að nýta hana, en það þarf að nýta hana á réttan hátt. Þú getur ekki látið hana stýra þér, augun sjá betur en hún held ég," segir Óli.
Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir




