Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 08. desember 2025 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot líklegri til að fara á undan Salah
Mynd: EPA
Eins og allir vita veitti Mo Salah ansi athyglisvert viðtal eftir leik Liverpool gegn Leeds á laugardagskvöld. Salah kom ekki við sögu í leiknum og er ekki ánægður með stöðu sína hjá félaginu.

Liverpool hefur verið í brasi að undanförnu, liðið vann West Ham þegar Salah var bekkjaður en náði ekki að vinna Sunderland og Leeds í kjölfarið.

Epicbet hefur sett upp stuðla hvor aðilinn sé líklegri til að fara fyrr frá félaginu. Hollendingurinn er talinn líklegri til að fara á undan.

Stuðullinn á því að stjórinn Slot fari á undan er 1,65 og stuðullinn á því að Salah fari á undan er 2,1.

Slot situr fyrir svörum á fréttamannafundi seinna í dag í fyrsta sinn eftir viðtalið sem Salah veitti. Fróðlegt verður að sjá hver hans svör verða.
Athugasemdir
banner