Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma kveður PSG - „Ég er vonsvikinn og niðurdreginn“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint-Germain en hann kveður félagið og stuðningsmenn í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í kvöld.

Donnarumma varð Evrópumeistari með PSG á síðustu leiktíð, en samningaviðræður við leikmanninn hafa gengið illa og ákvað stjórnin að frysta hann úr liðinu.

Lucas Chevalier var keyptur til félagsins frá Lille og Donnarumma settur á hliðarlínuna en hann verður ekki með liðinu gegn Tottenham í Ofurbikar Evrópu á morgun og er allt útlit fyrir að hann sé á leið til Englands.

Chelsea, Manchester City og Manchester United eru öll á eftir honum, en Donnarumma hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kveður stuðningsmenn og leikmenn.

„Til ykkar sérstöku stuðningsmanna PSG,

Frá fyrsta degi hef ég gefið allt mitt, bæði innan sem utan vallar, unnið fyrir sæti mínu í liðinu og varið mark Paris Saint-Germain, en því miður hefur einhver ákveðið að ég get ekki lengur verið hluti af hópnum og lagt mitt af mörkum til að liðið nái árangri. Ég er vonsvikinn og niðurdreginn.“

„Ég vonast til að fá tækifærið til þess að horfa í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes einu sinni enn og fá að kveðja. Alveg eins og á að gera hlutina. Ef það gerist ekki vil ég að þið vitið að ykkar stuðningur og ást er mér allt og mun ég aldrei gleyma því. Þessar tilfinningaríku minningar munu fylgja mér um ókomna tíð. Þessi töfrandi kvöl, og minning mín um ykkur, sem létuð mér líða eins og ég væri heima.“

„Ég vil þakka liðsfélögum mínum, sem er mín önnur fjölskylda, fyrir hvern einasta bardaga, hlátur og öll þau augnablik sem við deildum. Þið verðið ávalt bræður mínir. Að spila fyrir þetta félag og búa í þessari borg hefur verið mér ótrúlegur heiður. Takk, París!“
skrifaði Donnarumma.
Athugasemdir
banner
banner