Liverpool er ekki bara á eftir Alexander Isak, sóknarmanni Newcastle. Það eru fleiri leikmenn á óskalistanum og samkvæmt breska ríkisútvarpinu er félagið núna að leggja meiri áherslu á að kaupa Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace.
Guehi er frábær miðvörður sem lyfti Samfélagsskildinum með Palace um síðustu helgi. Hann er fastamaður í enska landsliðshópnum.
Guehi er frábær miðvörður sem lyfti Samfélagsskildinum með Palace um síðustu helgi. Hann er fastamaður í enska landsliðshópnum.
Guehi á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og Palace þarf því mögulega að selja hann á síðustu dögum gluggans.
Liverpool er einnig á eftir Giovanni Leoni, 18 ára gömlum miðverði Parma á Ítalíu. Liverpool lítur á hann sem framtíðarmann.
Talið er að Palace vilji fá 40 milljónir punda fyrir Guehi núna eftir að hafa hafnað 65 milljón punda tilboði frá Newcastle í fyrra. Liverpool vill borga minna en 40 milljónir.
Liverpool hefur keypt leikmenn fyrir 270 milljónir punda í sumar en félagið hefur fengið 170 milljónir punda til baka í gegnum sölur.
Athugasemdir