Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Malick Thiaw til Newcastle (Staðfest)
Mynd: Newcastle United
Þýski miðvörðurinn Malick Thiaw er genginn í raðir Newcastle United frá AC Milan.

Thiaw, sem er 24 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld en kaupverðið nemur um 34,3 milljónum punda.

Þjóðverjinn er uppalinn hjá Schalke þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn áður en hann samdi við Milan árið 2022.

Hann lék 85 leiki og skoraði 1 mark á þremur árum sínum hjá Milan og tókst með frammistöðu sinni að vinna sér inn sæti í A-landsliði Þýskalands.

Thiaw á 3 A-landsleiki að baki, sem voru allir leiknir árið 2023.

Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Newcastle fær í glugganum á eftir Aaron Ramsdale, Anthony Elanga og Antonito Cordero, en félagið er nú í leit að tveimur framherjum og mögulega miðjumanni áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner