FCK fór áfram í umspil í forkeppni Meistaradeildar Evrópu með stæl er það slátraði nágrönnum sínum í Malmö, 5-0, á Parken í kvöld.
Erkifjendurnir gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Malmö, en það var FCK sem tók montréttinn með því að skora fimm mörk á heimavelli sínum.
Staðan var 2-0 í hálfleik og í þeim síðari bættu heimamenn við þremur mörkum á átján mínútum til að innsigla sigurinn og koma sér í umspilið.
Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn af bekknum hjá Malmö undir lok leiks, en Arnór Sigurðsson var allan tímann á varamannabekknum og sama á við um Rúnar Alex Rúnarsson sem sat á tréverkinu hjá FCK.
Lærisveinar Jose Mourinho í Fenerbahce eru komnir áfram eftir að hafa unnið 5-2 sigur á Feyenoord í Tyrklandi. Jhon Duran, Talisca og Fred voru meðal markaskorara hjá Fenerbahce.
Kýpverska liðið Pafos hefur náð mögnuðum árangri og er einnig komið í umspilið eftir 2-0 sigur liðsins á úkraínska liðinu Dynamo Kiev, en samanlagt vann Pafos einvígið með þremur mörkum gegn engu.
Qarabag 5 - 1 Shkendija (6-1)
0-1 Fabrice Tamba ('10 )
1-1 Klisman Cake ('16 , sjálfsmark)
2-1 Kady Borges ('18 )
3-1 Nariman Akhundzade ('33 )
4-1 Marko Jankovic ('35 , víti)
5-1 Leandro Andrade ('59 )
FC Kobenhavn 5 - 0 Malmo FF (5-0)
1-0 Rodrigo Huescas ('31 )
2-0 Robert ('43 )
3-0 Mohamed Elyounoussi ('51 )
4-0 Magnus Mattsson ('67 )
5-0 Robert ('69 )
Fenerbahce 5 - 2 Feyenoord (6-4)
0-1 Tsuyoshi Watanabe ('41 )
1-1 Archie Brown ('44 )
2-1 Jhon Duran ('45 )
3-1 Fred ('55 )
4-1 Youssef En-Nesyri ('83 )
4-2 Tsuyoshi Watanabe ('90 )
5-2 Talisca ('90 )
Pafos FC 2 - 0 Dynamo K. (3-0)
1-0 Mislav Orsic ('2 )
2-0 Joao Correia ('55 )
Plzen 2 - 1 Rangers (2-4)
1-0 Rafiu Durosinmi ('41 )
1-1 Lyall Cameron ('60 )
2-1 Svetozar Markovic ('83 )
Athugasemdir