Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. október 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Frekar á að skipta út leikmönnum en stjóranum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segist hafa í gríni sent skilaboð á Dietmar Hamann til að athuga hvort hann 'væri á lífi' eftir að Jurgen Klopp brást ákvæða við á fréttamannafundi eftir að hafa verið spurður út í ummæli Þjóðverjans.

Hamann hafði sagt að staða Klopp gæti verið í hættu og það væri rétt að taka umræðuna um hvort hann væri að nálgast endastöð hjá félaginu.

„Ég held góðu sambandi við Didi og ég sendi honum skilaboð í gærkvöldi, bara til að sjá hvort hann væri á lífi og væri í lagi!" segir Carragher kíminn.

„Ég sá spurninguna á fréttamannafundinum og veit ekki af hverju Jurgen brást svona við. Ég skil ekki hvaðan pirringurinn kemur. Ég veit ekki hvort það megi rekja það til þess þegar Didi var að fjalla um þýska boltann og Jurgen var stjóri Dortmund? Ég mun reyna að komast til botns í því."

Liverpool er þegar fjórtán stigum frá toppsætinu en Carragher telur að þetta geti ekki komist á það stig að starf Klopp verði í hættu.

„Það verður aldrei þannig. Liverpool er ekki þannig. Klopp er Guð hjá Liverpool og þegar hann fer þá mun allt stöðvast í borginni og hjá stuðningsmönnum Liverpool um allan heim. Ég held að þú finnir ekki stuðningsmann Liverpool neins staðar sem efast um Jurgen Klopp. Þú getur efast um ákvarðanir og liðsval hans en enginn efast um hans hlutverk hjá félaginu."

„Ef það þarf að hrista upp í hlutunum hjá Liverpool og endurnýja þá myndi ég frekar endurnýja liðið. Það eru rosalega fáir stjórar í sama klassa og Klopp, það er mögulega enginn annar í heiminum sem hentar félaginu okkar eins vel. Frekar ætti að skipta út leikmönnum en stjóranum," segir Carragher.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner