Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 12. október 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Tveir af þeim sem sáu um kaupin hjá Forest látnir taka pokann sinn
Nottingham Forest hefur rekið tvo af starfsmönnum félagsins sem eru meðal þeirra sem sáu um leikmannakaup í sumar. Þeir heita George Syrianos og Andy Scott og höfðu mikið að segja bak við tjöldin.

Forest komst upp í ensku úrvalsdeildina og eyddi 145 milljónum punda í að kaupa 22 nýja leikmenn.

Forest er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spurningamerki er sett við leikmannakaupin. Grikkinn Evangelos Marinakis, eigandi Forest, er greinilega alls ekki sáttur við niðurstöðuna og er byrjaður að taka til bak við tjöldin.

Talið var að heitt væri undir stjóranum Steve Cooper en hann fékk hinsvegar nýjan samning til 2025 og áframhaldandi traust. Stefnubreytingar verða hjá félaginu og var Filippo Giraldi ráðinn í stöðu íþróttastjóra í síðustu viku.

Giraldi starfaði hjá Watford og á að aðstoða liðið í þeim erfiðleikum sem það er að glíma við.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner