Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool skólinn 10 ára á næsta ári
Skólinn hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold.
Skólinn hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Gerrard.
Gerrard.
Mynd: Getty Images
Afturelding mun næsta sumar sjá um að halda knattspyrnuskóla Liverpool líkt og undanfarin níu ár. Afturelding gerir það í samstarfi við Þór á Akureyri.

Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður í Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 9. – 11. júní (þriðjudagur til fimmtudag). Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltakrakka á aldrinum 6 – 16 ára (7. – 3. flokkur). Alls koma 19 þjálfarar frá Liverpool úr alþjóðaakademíu félagsins til Íslands.

Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun bæði barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold.

Frá því Liverpool skólinn á Íslandi hóf starfsemi sína árið 2011, þá með 10 þjálfurum frá Liverpool hefur skólinn notið gríðarlegra vinsælda, Þjálfurum hefur verið fjölgað hvert einasta ár, en alltaf komast færri að en vilja, þar sem krafan af hálfu Liverpool eru 16 börn á hvern þjálfara.

Skólinn á Íslandi hefur þá sérstöðu að hafa aðstoðarþjálfara í öllum æfingahópum, sem aðstoða og túlka og hefur það mælst vel fyrir. Skipt verður í hópa eftir aldri og sérstakir æfingahópar verða í boði fyrir markmenn.

Þátttaka er takmörkuð og því mikilvægt að tryggja sér sæti sem fyrst með skráningu í "Nora" kerfinu á afturelding.felog.is. Allar nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á [email protected] eða í síma 7752642.
Athugasemdir
banner
banner