Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Arna Sif heim í Þór/KA (Staðfest)
Kvenaboltinn
Arna er komin aftur heim í Þór/KA
Arna er komin aftur heim í Þór/KA
Mynd: Þór/KA
Arna Sif Ásgrímsdóttir er komin aftur heim í Þór/KA en hún skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Örnu þarf ekki að kynna fyrir Akureyringum en þar er hún fædd og uppalin.

Hún steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Þór/KA árið 2007 þar sem hún spilaði 12 leiki og skoraði 2 mörk. Hún var þá fyrirliði liðsins er það varð Íslandsmeistari árið 2012.

Árið 2015 hélt hún til Svíþjóðar þar sem hún lék með Kopparsberg/Göteborg en sneri aftur heim árið 2016 og samdi við Val.

Arna fór aftur í atvinnumennsku árið 2017 þar sem hún spilaði með Verona á Ítalíu en kom aftur heim í Þór/KA eftir það ævintýri og lék fjögur tímabil áður en hún fór aftur í Val.

Á nýafstöðnu tímabili spilaði hún lítið vegna barnsburð og krossbandsslita, en kom inn seinni hluta tímabilsins og spilaði fjóra leiki.

Samningur hennar við Val rennur út á næstu dögum og ákvað Arna að halda aftur heim en Þór/KA tilkynnti í kvöld að hún hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Mikill fengur fyrir Akureyringa að fá Örnu heim en hún hefur unnið ellefu titla með bæði Þór/KA og Val hér heima, þar af tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil.

Arna á 19 A-landsleiki og eitt mark fyrir íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner