Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 09:28
Elvar Geir Magnússon
John Cross: Þeir verða að selja Eriksen í janúar
Christian Eriksen heillaði Cross alls ekki í gær.
Christian Eriksen heillaði Cross alls ekki í gær.
Mynd: Getty Images
John Cross, íþróttastjóri Mirror, segir að sláandi gæðamunur hafi verið á Bayern München og Tottenham í viðureignum þeirra í Meistaradeildinni. Í tveimur leikjum vann Bayern samtals 10-3 sigur.

„Bæjarar voru beittir, hreyfanlegir og snöggir. Tottenham var að elta skugga og önnur kraftaverkaleið í úrsitaleikinn er fjarlægur draumur þrátt fyrir komu Jose Mourinho," segir Cross.

Daninn Christian Eriksen vill fara frá Tottenham en hann fékk byrjunarliðsleik í gær. Cross var ekki hrifinn af frammistöðu Eriksen.

„Hann varð skárri í lokin en stærstan hluta leiksins var hann týndur á vellinum á meðan hann var að eyða mínútum af samningi sínum. Þeir verða að selja hann í janúar."

„Það var ekki mikið til að gleðjast yfir fyrir þá tryggu stuðningsmenn sem lögðu leið sína til Þýskalands. Bayern hafi algjöra yfirburði," segir Cross en bæði lið voru búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinna fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner