Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 08:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Vilji fyrir gervigrasvelli en vantar betri stuðning frá sveitarfélaginu
Akranesvöllur árið 2014.
Akranesvöllur árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æft í nóvember á gervigrasi (mynd frá 2012)
Æft í nóvember á gervigrasi (mynd frá 2012)
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Umræða hefur verið í gangi um lengingu Pepsi Max-deildarinnar og þá aðallega um fjölgun leikja.

Frá þeirri umræðu spratt staða vallarins á Akranesi upp í viðtali við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara ÍA, hjá Fótbolta.net á dögunum.

Spurt var: Fáum við að sjá ÍA á gervigrasi á næstunni?

„Því miður þá held ég að það verði ansi langt í það," sagði Jóhannes við Fótbolta.net.

„Við erum í gríðarlegum uppbyggingarfasa upp á Skaga. Við finnum ekki fyrir nógu miklum stuðningi frá sveitarfélaginu, því miður."

„Akranes hefur alltaf verið mikill fjölskyldu og íþróttabær. Mér finnst sveitarfélagið ekki vera nógu öflugt að styðja okkur í því góða starfi sem við erum að leggja upp með."

„Auðvitað myndum við vilja fá gervigras á aðalvöllinn af því að það eru það mikið af iðkendum að höllin okkar (Akraneshöllin) er þannig lagað sprungin og við þurfum fleiri velli til að geta æft allt árið um kring."

„Auðvitað væri það draumur innan fárra ára að fá gervigras á aðalvöllinn til þess að geta haldið áfram þessari uppbyggingu og til þess að búa til ennþá fleiri fóboltamenn."


Yrði almenn sátt innan félagsins að fá gervigras á aðalvöllinn?

„Auðvitað er þetta alltaf umdeilt en þetta snýst um heildarumgjörðina. Þetta snýst um að gefa öllum okkar iðkendum tækifæri á að ná eins langt og mögulegt er. Þá er þetta ekki spurning."

„Bæði að vera með tvo gervigrasvelli þar sem hægt væri að æfa allt árið, einn inni-völlur er orðinn of lítill fyrir okkur, fjöldi iðkenda er það mikill."

„Það er skilningur á því en auðvitað er rómantík í að spila á frábærum grasvelli en ef litið er á heildarmyndina fyrir okkur sem félag upp á Skaga þá er leiðin gervigras - það er vilji fyrir því innan félagsins að fá gervigras,"
sagði Jóhannes að lokum.

Umræðan um gervigras á Skaganum hefst uþb. 25:45 og stendur í um tvær og hálfa mínútu. Hægt er að hlusta á hana sem og allt viðtalið við Jóhannes Karl í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Skagamenn ætla að breyta um leikstíl
Jói Kalli: Ætlum að gefa ungu strákunum tækifæri sem þeir eiga skilið
Miðjan - Jói Kalli um stöðuna á Skaganum
Athugasemdir
banner
banner