Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
98% líkur á að Úlfarnir falli - Ekki skorað síðan í október
Santiago Bueno í baráttunni.
Santiago Bueno í baráttunni.
Mynd: EPA
Úlfarnir töpuðu 0-1 fyrir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær og eru aðeins með tvö stig, tólf stigum frá öruggu sæti. Óhætt er að segja að útlitið sé ekki bjart fyrir Rob Edwards og hans menn.

Ofurtölvan fræga segir 98,05% líkur á því að Wolves endi í þremur neðstu sætunum og falli niður í Championship-deildina. Það eru aðeins 1,41% líkur á að liðið endi í 17. sæti og 0,41% í 16. sæti.

Eftir 14 umferðir í ensku úrvalsdeildinni hafa Úlfarnir aðeins skorað sjö mörk. Þeir hafa ekki skoað í síðustu fimm deildarleikjum og það þarf að fara aftur til 26. október til að finna síðasta deildarmark liðsins.

Þann dag skoruðu Úlfarnir tvö mörk í 3-2 tapi gegn Burnley sem er í nítjánda sæti.

Það eru eintómar slæmar fréttir af Úlfunum en í gær meiddist miðjumaðurinn Marshall Munetsi á kálfa og verður frá í einhvern tíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner