Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. janúar 2020 14:21
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs bjartsýnn á nýjan völl þrátt fyrir fréttir helgarinnar
Ákvörðun tekin í vor með enduruppbyggingu
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er bjartsýnn á að ráðist verði í endurbyggingu á Laugardalsvelli þrátt fyrir fréttir þess efnis að Reykjavíkurborg ætli að leggja 93 milljónir króna í að endurnýja hlaupabrautina á vellinum á þessu ári.

„Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Við erum með breytt leikjafyrirkomulag og umspil að vetri til og ef við ætlum að vera knattspyrnuþjóð á pari við aðrar Evrópuþjóðir þá verðum við að endurbyggja Laugardalsvöllinn. Hann er á undanþágu og við verðum að gera eitthvað núna, 60 árum eftir að völlurinn var byggður af myndarskap," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

Er ekki áhyggjuefni að setja eigi 93 milljónir í nýja hlaupabraut? Þá verður Laugardalsvöllur ekki endurbyggður í bráð eða hvað?

„Hlaupabrautin þarf viðgerðar til að vera nothæf og ég tel að það sé ástæðan fyrir þessu. Ég hef fengið þær upplýsingar frá Reykjavík að þessi heildarupphæð verði líka notuð í viðhald á Laugardalsvellinum í heild sinni, eins og til dæmis búningsherbergjum og annarri aðstöðu,"

„Ef að litið er til þess að hlaupabrautin verður að vera í æfinga og keppnishæfu standi þá þurfum við að skilja að það þarf að gera nauðsynlegar viðgerðir á henni. Þetta er frjálsíþróttavöllurinn okkar og maður skilur það. Ég sé ekki að þetta eigi að hindra það að endurbyggja Laugardalsvöllinn."


Verður þá hlaupabrautin áfram á nýja Laugardalsvellinum? „Eins og við leggjum málið upp, þá er ekki gert ráð fyrir því í þeirri greiningarvinnu sem hefur farið fram og er að fara fram þessa dagana."

Aðspurður hvenær frétta sé að vænta af endurbyggingu Laugardalsvallar sagði Guðni: „Þessa dagana er verið að senda út endanleg útboðsögn til að fjölmargra aðila sem hafa áhuga á verkefninu. Þau fara út á næstu dögum. Eftir þrjá mánuði verðum við komnir með niðurstöðu úr þeirri vinnu og þá verður þetta orðinn mest og best greinda framkvæmd knattspyrnuvalla í Evróu held ég. Það verður ekki mikið meira greint en þetta. Þá er kominn tími á að taka ákvörðun í málinu og þó fyrr hefði verið," sagði Guðni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner