Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 13. janúar 2020 13:42
Elvar Geir Magnússon
Launin í íslenska boltanum alltof há
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Már Helgason opinberaði í vetur skýrslu sem hann gerði um fjárhagsstöðu íslenskra félaga.

Hægt er að lesa skýrsluna á netinu með því að smella hérna.

Í henni kemur meðal annars fram að útgjöld vegna launa séu í engum takti við rekstarumhverfi félaga hér á landi. Skýrslan var kynnt fyrir formönnum og framkvæmdastjórum á fundi fyrir áramót.

„Launin virðast svo fara sífellt hækkandi og eru alltof há ef m.v. er við heildartekjur liðanna, félögin verða að búa sér til meira svigrúm í rekstrinum. Það er mikilvægt að allt knattspyrnusamfélagið komi sér saman um aðgerðir til þess að sporna við launaskriðinu," segir í áhugaverðri skýrslu Jóhanns.

„Efnahagsleg stærð efstu deildar höndlar ekki þær launaskuldbindingar sem búið er að stofna til og gæti til lengri tíma staðið deildinni fyrir þrifum. Ef félögunum í deildinni tekst að eyða minni hluta af heildartekjum sínum í launaskuldbindingar þá ná liðin fram meira jafnvægi í reksturinn sem að lokum getur eflt fótboltann í landinu t.d. með öflugra markaðsstarfi og bættri umgjörð."

Rætt var um fjármál íslenskra félaga í útvarpsþættinum Fótbolti.net nýlega en þar var Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, gestur. Þú getur hlustað á þá umræðu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner