Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. janúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Höttur/Huginn fær leikmann sem ólst upp hjá Barcelona (Staðfest)
Úr leik hjá Hetti/Huginn í fyrrasumar.
Úr leik hjá Hetti/Huginn í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur/Huginn hefur samið við miðjumanninn Ion Perelló fyrir komandi tímabil í 3. deildinni.

Ion er 22 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni.

,Hann er alinn upp í La Masía unglingastarfi Barcelona en hefur spilað í neðri deildum Spánar síðustu ár þaðan sem hann kemur til okkar," segir á Facebook síðu Hattar/Hugins.

„Frekari leikmannafrétta er að vænta á næstu vikum og þetta er ágætis byrjun 💪⚽️☀️"

Höttur/Huginn endaði í 10. sæti í 3. deildinni á síðasta tímabili en Brynjar Árnason tók við þjálfun liðsins í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner