Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. janúar 2021 20:14
Aksentije Milisic
Sverrir skoraði gegn toppliðinu - Albert sneri aftur
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem mætti Olympiakos í grískur úrvalsdeildinni nú í kvöld.

Olympiakos er í efsta sæti deildarinnar með góða forystu en PAOK er í þriðja sætinu.

Markalaust var í fyrri hálfleik en það var Sverrir Ingi sem skoraði fyrsta mark leiksins á 51. mínútu og kom heimamönnum yfir. Hann fékk gult spjald tíu mínútum síðar.

Ousseynou Ba jafnaði metin fyrir gestina þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka og reyndust það vera lokatölur leiksins. PAOK er því áfram tíu stigum á eftir Olympiakos.

Albert Guðmundsson var mættur í byrjunarlið AZ Alkmaar sem spilaði gegn PSV í kvöld í hollensku úrvalsdeildinni. Albert hafði ekki leikið með liðinu síðan gegn Rijeka í Evrópudeildinni þann 10. síðasta mánaðar.

Albert lék allan leikinn þegar gestirnir í AZ unnu góðan 3-1 sigur og er liðið í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Ajax sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner