Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. mars 2020 09:28
Magnús Már Einarsson
Man Utd gæti keypt Ighalo - Partey til Arsenal?
Powerade
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru áfram með leikmannaslúður þó að kórónaveiran sé mest í umræðunni þessa dagana.



Arsenal er að undirbúa tilboð í Thomas Partey (26) miðjumann Atletico Madrid. Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 45 milljónir punda. (Telegraph)

Juventus ætlar að berjast við Arsenal og Tottenham um Willian (31) leikmann Chelsea. Brasilíumaðurinn vill sjálfur helst vera áfram í London en hann verður samningslaus í sumar. (Sport Witness)

Phil Neville er að íhuga að segja upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Englandi eftir átta töp í síðustu tólf leikjum. (Mail)

Manchester United virðist ekki ætla að krækja í Paulo Dybala (26) í sumar en hann er að ræða við Juventus um nýjan samning. (Star)

UEFA vill að EM 2020 verði frestað um eitt ár til að hægt verði að ljúka deildarkeppnum í vor. (Mirror)

Everton hefur áhuga á að fá framherjann Andre Belotti (26) frá Torino. (Calciomeracato)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist vera til í að skoða að kaupa lánsmanninn Odion Ighalo (30) í sumar. Nígeríumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum síðan hann kom á láni frá Shanghai Shenhua í janúar. (Manchester Evening News)

Hakim Ziyech (26) fer frá Ajax til Chelsea í sumar en hann vonast til að geta sannfært markvörðinn Andre Onana (23) um að koma með sér. (Mail)

Liverpool tapar 30 milljónum punda eftir að hafa dottið út úr Meistaradeildinni. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner