Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. mars 2020 10:09
Magnús Már Einarsson
Öllum leikjum í Meistaradeild og Evrópudeild frestað
Mynd: Getty Images
UEFA hefur staðfest að öllum fyrirhuguðum leikjum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar í næstu viku hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Búið var að fresta leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni sem og leik Juventus og Lyon.

UEFA hefur nú tilkynnt að öllum leikjunum hafi verið frestað.

Búið er að fresta deildarkeppnum á Spáni, Ítalíu og Frakklandi. Neyðarfundur er hjá ensku úrvalsdeildinni klukkan 10:30 þar sem búit er við að ákveðin verði frestun þar.

Í Þýskalandi verður spilað fyrir luktum dyrum um helgina áður en hlé verður gert á deildinni til 4. april.
Athugasemdir
banner
banner
banner