Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 13. mars 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martröð Pogba hjá Juventus heldur áfram
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba var ekki í leikmannahópi Juventus er liðið vann 4-2 sigur á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hinn 29 ára gamli Pogba var settur í agabann í síðustu viku er hann mætti of seint á fund, en hann var laus úr agabanninu fyrir leikinn í gær. Hann var ekki með þar sem hann er mættur aftur á meiðslalistann.

Pogba meiddist þegar hann var að taka aukaspyrnu á æfingum og verður frá í allt að mánuð.

Þetta tímabil hefur verið eilíf martröð fyrir Pogba sem hefur aðeins spilað 35 mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni eftir félagaskipti sín frá Manchester United. Hann hefur verið mikið meiddur og ekki náð að sýna neitt inn á fótboltavellinum.

Pogba mun missa af seinni leik Juventus gegn Freiburg í Evrópudeildinni en liðið er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner