Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 13. apríl 2024 14:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið KA og FH: Björn Daníel með fyrirliðabandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA og FH mætast á Greifavellinum á Akureyri í dag. Það er ein breyting á liði KA sem gerði jafntefli gegn HK í fyrstu umferð.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 FH

Elfar Árni Aðalsteinsson kemur inn í liðið fyrir Andra Fannar Stefánsson. Andri fær sér sæti á bekknum en þar má finna Viðar Örn Kjartansson sem kom inn á í sínum fyrsta leik gegn HK og má búast við því að hann spili meira í dag.

Það eru tvær breytingar á liði FH sem tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

Reynsluboltarnir Finnur Orri Margeirsson og Björn Daníel Sverrisson koma inn í liðið en fyrrum KA maðurinn Dusan Brkovic og Baldur Kári Helgason fá sér sæti á bekknum. Björn Daníel tekur fyrirliðabandið.


Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson
Athugasemdir
banner
banner