Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chiellini um Koulibaly: Varð að hughreysta hann
Chiellini fór út á völlinn á hækjum til að hughreysta kollega sinn.
Chiellini fór út á völlinn á hækjum til að hughreysta kollega sinn.
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus, er að gefa út ævisögu, en að undanförnu hefur Tuttosport birt nokkur skemmtileg brot úr bók hans.

Eitt af því sem Chiellini skrifar um er leikur Napoli og Juventus fyrr á þessari leiktíð þegar Ítalíumeistararnir unnu dramatískan 4-3 sigur. Juventus komst 3-0 yfir, en Napoli sýndi mikinn karakter, kom til baka og jafnaði í 3-3. Í uppbótartímanum varð varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly hins vegar fyrir því óláni að skora klaufalegt sjálfsmark.

Það var gríðarlega erfið stund fyrir þennan öfluga varnarmann. Chiellini missti af leiknum vegna meiðsla, en hann fór inn á völlinn eftir hann til að hughreysta kollega sinn úr liði Napoli.

„Þegar ég lít til baka þá er ég næstum því óánægður með sjálfan mig; kannski hefði verið betra að faðma hann inn í búningsklefanum og halda þessu augnabliki bara fyrir okkur. Þetta gerðist að sjálfu sér, ég leitaði að Koulibaly og fór til hans á hækjum," segir í bók Chiellini.

„Við höfum alltaf átt í góðu sambandi. Hann er svo sterkur leikmaður, svo góð manneskja. Svo gerir hann svona mistök á 92. mínútu í mikilvægum leik. Ég varð að hughreysta hann."

Hér að neðan má sjá myndskeið með því helsta úr leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner