Brasilíumaðurinn Rodrygo vill ekki spila aftur fyrir Real Madrid en hann neitaði að taka þátt í leiknum gegn Barcelona um síðustu helgi. Hann vill yfirgefa spænska stórliðið.
Fjölmiðlar á Spáni segja að kergja sé milli hans og samherja hans Jude Bellingham og Kylian Mbappe.
Fjölmiðlar á Spáni segja að kergja sé milli hans og samherja hans Jude Bellingham og Kylian Mbappe.
Barcelona vann leikinn gegn Real Madrid og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Börsungar verði Spánarmeistarar, þeir eru með sjö stiga forystu á erkifjendur sína.
Rodrygo er sagður óánægður með að vera ekki í eins stóru hlutverki og áður en það virðist vera eldfimt ástand í klefa Madrídarliðsins eftir komu Mbappe.
Carlo Ancelotti hefur treyst á Vinicius Jr, Bellingham og Mbappe í stóru leikjunum á þessu tímabili en geymt hinn 24 ára gamla Rodrygo á bekknum.
Athugasemdir