Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Markalaust í dag hjá Emil - Allt undir á fimmtudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Calcio Padova þegar liðið mætti Alessandria í fyrri leik liðanna í úrslitum umspilsins í Serie C á Ítalíu.

Emil, sem er 36 ára, hefur spilað stórt hlutverk í liði Padova á tímabilinu.

Hafnfirðingurinn virðist vera í mjög góðu formi en hann spilaði 84 mínútur í dag.

Padova er núna einum leik frá því að komast upp. Leikurinn í dag, á heimavelli Padova, endaði með markalausu jafntefli og það er því hreinn úrslitaleikur seinna í vikunni þegar liðin mætast á heimavelli Alessandria.

Sigurliðið í einvíginu spilar í Serie B á næstu leiktíð. Seinni leikurinn í þessu langa umspil fer fram næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner