Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 13. júlí 2024 13:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
AZ Alkmaar fær Parrott frá Tottenham (Staðfest)

Troy Parrott er genginn til liðs við AZ Alkmaar frá Tottenham en hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.


Kaupverðið er 8 milljónir punda.

Parrott þekkir til í hollensku deildinni en hann var á láni hjá Excelsior á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði tíu mörk í 25 leikjum.

Hann lék fjóra leiki fyrir Tottenham en var á láni hjá Millwall, Ipswich, MK Dons og Preston á tíma sínum hjá Lundúnaliðinu.

Parrott er landsliðsmaður Írlands sem er nú undir stjórn Heimis Hallgrímssonar en hann hefur leikið 23 landsleiki og skorað fimm mörk.


Athugasemdir
banner