Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 13. júlí 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ndidi gerir þriggja ára samning við Leicester (Staðfest)
Wilfred Ndidi er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Leicester City eftir að félagið vann sér aftur inn sæti í ensku úrvalsdeildinni í byrjun sumars.

Ndidi varð samningslaus um síðustu mánaðamót og töluðu enskir miðlar um að hann væri að skipta yfir til nýs félags í enska boltanum, en sú er ekki raunin.

Þessi kröftugi miðjumaður verður því áfram hjá Leicester eftir að hafa nú þegar verið hjá félaginu í sjö og hálft ár.

Ndidi er 27 ára gamall og var lykilmaður í liði Genk í Belgíu áður en hann var keyptur til Leicester í kjölfar ólíklegs úrvalsdeildartitils þar á bæ.

Hann er lykilmaður í landsliði Nígeríu og var eftirsóttur af ýmsum félögum í sumar en ákvað að lokum að vera áfram á kunnugum slóðum.
Athugasemdir
banner
banner