FH 5 - 0 KA
1-0 Björn Daníel Sverrisson ('17 )
2-0 Björn Daníel Sverrisson ('43 )
3-0 Kjartan Kári Halldórsson ('65 )
4-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('68 )
5-0 Kristján Flóki Finnbogason ('78 )
Lestu um leikinn
1-0 Björn Daníel Sverrisson ('17 )
2-0 Björn Daníel Sverrisson ('43 )
3-0 Kjartan Kári Halldórsson ('65 )
4-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('68 )
5-0 Kristján Flóki Finnbogason ('78 )
Lestu um leikinn
FH vann öruggan sigur á KA í botnbaráttunni í Bestu deildinni í dag.
Fyrsta mark leiksins kom eftir rúmlega stundafjórðung. William Tönning í marki KA átti slæma sendingu fram völlinn beint á Björn Daníel Sverrisson sem skoraði á opið markið.
Undir lok fyrri hálfleiks bætti Björn Daníel við sínu öðru marki þegar hann kom boltanum í netið eftir hornspyrnu frá Böðvari Böðvarssyni.
Kjartan Kári Halldórsson bætti þriðja markinu við þegar hann fór illa með Guðjón Erni Hrafnkelsson. Stuttu síðar kom fjórða markið en þar var á ferðinni Sigurður Bjartur Hallsson. Úlfur Ágúst Björnsson lagði upp bæði mörkin.
Kristján Flóki Finnbogason og Dagur Örn Fjeldsted komu inn á sem varamenn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Stuttu síðar unnu þeir saman þegar Dagur átti sendingu á Kristján Flóka sem skoraði fimmta markið og innsiglaði stórsigur FH.
FH er komið upp í 7. sæti með 18 stig en KA er áfram í næst neðsta sæti með 15 stig, þremur stigum á undan botnliði ÍA.
Athugasemdir