James McAtee, miðjumaður Man City, er á leið til Þýskalands og mun fara í viðræður við Frankfurt samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi.
Hann mun kíkja á aðstæður en læknisskoðun fer ekki fram þar sem félögin hafa ekki náð samkomulagi.
Dortmund og fleiri félög í Þýskalandi hafa áhuga á honum.
Frankfurt er með fleiri leikmenn undir smásjánni í þessari stöðu en mun reyna fyrst og fremst að fá McAtee. Það er einnig áhugi úr úrvalsdeildinni þar sem Nottingham Forest og Crystal Palace vilja fá hann.
Athugasemdir