Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Draumabyrjun hjá Sævari Atla
Mynd: Brann
Sævar Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik fyrir Brann eftir komuna frá Lyngby í maí.

Brann, lærisveinar Freys Alexanderssonar, fékk Viking í heimsókn í toppslag en Eggert Aron Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Brann á meðan Sævar kom inn á 68. mínútu.

Níu mínútum síðar skoraði Sævar Atli og innsiglaði sigur liðsins en lokatölur urðu 3-1. Hillmir Rafn Mikaelsson kom inn á 71. mínútu hjá Viking.

Viking er á toppnum með 36 stig eftir 16 umferðir en Brann er í 2. sæti með 30 stig og á leik til góða.

Gísli Eyjólfsson kom inn á í hálfleik þegar Halmstad tapaði 4-1 gegn Hacken í sænsku deildinni. Hacken náði fjögurra marka forystu snemma í seinni hálfleik en Gísli lagði upp sárabótamark í uppbótatíma.

Birnir Snær Ingason sat allan tímann á bekknum en hann hefur ekki komið við sögu í síðustu sjö leikjum.

Mark Sævars Atla:

Athugasemdir
banner