Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 23:00
Aksentije Milisic
Dagur Guðjónsson í Þrótt Vogum á láni (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum hefur fengið liðsstyrk í baráttunni sem framundan er í 2.deildinni. Dagur Guðjónsson er kominn til liðsins á láni frá Gróttu.

Dagur er 23 ára varnarmaður en hann getur einnig leyst aðrar stöður á vellinum. Hann er orðinn löglegur og gæti komið við sögu þegar Þróttur mætir Víði Garði á morgun.

Þróttur er í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Kórdrengjum sem eru í 2. sæti. Hermann Hreiðarsson er þjálfari liðsins.

Níunda umferðin í 2.deildinni heldur áfram á morgun eftir hlé en ekkert hefur verið spilað í íslenska boltanum síðan 30. júlí.

Dagur hefur komið við sögu í tveimur leikjum hjá Gróttu á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner