Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. ágúst 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Ekkert vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Ekkert vetrarfrí verður í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili líkt og síðasta vetur.

Komandi tímabil verður fimm vikum styttra en vanalega og því er mikið pússluspil að koma öllum leikjum fyrir.

Ekkert vetrarfrí verður gefið og eins og kom fram fyrr í dag veðra ekki endurteknir leikir í enska bikarnum og ekki tveir leikir í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Þá verður leikin umferð í ensku úrvalsdeildinni 15-16. maí, sem er sama helgi og bikarúrslitaleikurinn fer fram.

Enska úrvalsdeildin hefst 12. september og lýkur 23. maí en í kjölfarið tekur EM við.

Sjá einnig:
Leikjaplanið í enska kemur á næstu dögum - Byrjað 12. september
Engir endurteknir leikir í enska bikarnum
Athugasemdir
banner
banner