Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. ágúst 2022 17:11
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KFS getur blandað sér í toppbaráttuna
Víðir var byrjunarliðsmaður í Lengjudeildinni fyrir tveimur sumrum.
Víðir var byrjunarliðsmaður í Lengjudeildinni fyrir tveimur sumrum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KFS 2 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Víðir Þorvarðarson ('7 )
1-1 Kristinn Bjarni Andrason ('76 )
2-1 Eyþór Orri Ómarsson ('82 )


KFS tók á móti Kormáki/Hvöt í fyrri leik dagsins í 3. deildinni og úr varð hörkuleikur.

Víðir Þorvarðarson, fyrrum leikmaður ÍBV, Fylkis og Stjörnunnar, kom KFS yfir snemma leiks og héldu Eyjamenn forystunni allt þar til á lokakaflanum.

Kristinn Bjarni Andrason jafnaði þá metin á 76. mínútu og virtist vera að tryggja stig fyrir gestina.

Hann tryggði þó ekkert stig vegna þess að Eyþór Orri Ómarsson skoraði sigurmark KFS sex mínútum síðar og lokatölur urðu 2-1.

KFS getur blandað sér í toppbaráttuna eftir þennan sigur þar sem liðið er aðeins fimm stigum eftir toppliði KFG þegar sex umferðir eru eftir.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner