Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. ágúst 2022 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Björn kominn úr fallsæti - Óttar Húni skoraði
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir

Aron Bjarnason lék allan leikinn er Sirius gerði markalaust jafntefli við Helsingborg í efstu deild sænska boltans.


Óli Valur Ómarsson var ónotaður varamaður hjá Sirius sem er um miðja deild með 25 stig eftir 18 umferðir. Helsingborg er aftur á móti í slæmum málum og situr í fallsæti.

Í næstefstu deild unnu Brynjar Björn Gunnarsson og lærlingar hans sinn þriðja leik í síðustu fjórum umferðum. Glæsilegur viðsnúningur á árangri hjá Örgryte sem er komið úr fallsæti og er með 20 stig eftir 19 umferðir.

Örgryte heimsótti Dalkurd í fallbaráttuslag og hafði betur eftir mikinn baráttuleik. Lærlingar Brynjars Björns lentu undir snemma leiks en sneru stöðunni við í upphafi síðari hálfleiks. 

Helsingborg 0 - 0 Sirius

Dalkurd 1 - 2 Örgryte

Í norsku D-deildinni voru nokkur Íslendingalið sem mættu til leiks og eru tvö þeirra saman í riðli.

Arnór Gauti Ragnarsson og Valgeir Árni Svansson eru hjá Hönefoss sem rúllaði yfir varalið Hodd og er með 19 stig eftir 16 umferðir.

Birkir Þór Guðmundsson og félagar í Volda eru í sama riðli. Þeir töpuðu sínum leik og eru jafnir Hönefoss á stigum.

Að lokum skoraði Óttar Húni Magnússon í sigri Nardo gegn varaliði Rosenborg. Nardo er í þriðja sæti síns riðils en heilum fjórtán stigum eftir toppliði Junkeren, sem hefur unnið 15 leiki á tímabilinu og gert eitt jafntefli.

Rosenborg2 2 - 3 Nardo
0-1 Óttar Húni Magnússon ('4)
0-2 J. Strand ('20)
1-2 P. Chrupalla ('65)
2-2 Sivertsen Broholm ('74)
2-3 R. Andreasen ('90)

Hönefoss 3 - 0 Hodd2

Volda 2 - 3 Spjelkavik


Athugasemdir
banner
banner