Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. ágúst 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Hvaða lið mætir Val í úrslitum?
Blikar eru ríkjandi Bikarmeistarar
Blikar eru ríkjandi Bikarmeistarar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fer að síga á seinni hlutann á fótboltasumrinu á Íslandi. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna klárast í dag.


Selfoss fær Breiðablik í heimsókn en sigurvegarinn mætir Val á Laugardalsvelli þann 27. ágúst en Valur vann Stjörnuna í gær og er því komið í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í 10 ár.

Breiðablik er ríkjandi Bikarmeistari eftir 4-1 sigur á Þrótti á síðustu leiktíð.

Vestri fær Fylki í heimsókn í Lengjudeild karla. Fylkir er í 2. sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði HK en liðin eru í sérflokki.

Þá er leikið í 2. deild karla og kvenna, 3 deild karla og 4. deild karla.

laugardagur 13. ágúst

Mjólkurbikar kvenna
14:00 Selfoss-Breiðablik (JÁVERK-völlurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Vestri-Fylkir (Olísvöllurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 Fylkir-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Würth völlurinn)
17:00 Tindastóll-Víkingur R. (Sauðárkróksvöllur)

2. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-Reynir S. (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Njarðvík-KFA (Rafholtsvöllurinn)
16:00 ÍR-Víkingur Ó. (ÍR-völlur)

2. deild kvenna
15:00 Sindri-Einherji (Sindravellir)
16:00 Völsungur-ÍA (PCC völlurinn Húsavík)

3. deild karla
14:00 KFS-Kormákur/Hvöt (Týsvöllur)
18:00 Sindri-Dalvík/Reynir (Sindravellir)

4. deild karla - A-riðill
14:00 KFB-Hörður Í. (OnePlus völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
14:00 Tindastóll-SR (Sauðárkróksvöllur)

4. deild karla - E-riðill
14:00 Einherji-Máni (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Boltaf. Norðfj.-Samherjar (Eskjuvöllur)


Athugasemdir
banner
banner
banner